Öryggið sló út með hvelli

Starfsmenn RARIK hafa haft í nógu að snúast að undanförnu við að koma rafmagni aftur á fyrir norðan. Á Skaga norðan við Sauðárkrók reyndu menn að setja rafmagn inn á línuna fyrir Reykjaströndina.

Bilun fannst og eftir að starfsmennirnir töldu sig búna að gera allt kom í ljós áframhaldandi bilun og sló öryggið út með hvelli.

„Þetta er klárlega eitthvað bilað,“ segir annar þeirra í meðfylgjandi myndskeiði.

Starfsmenn RARIK að störfum á Skaga.
Starfsmenn RARIK að störfum á Skaga. Ljósmynd/Rósant Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert