Potturinn er tvöfaldur næst

Lottó
Lottó

Enginn var með allar tölurnar réttar í lottó í kvöld og verður því potturinn tvöfaldur næsta laugardag. Einn var með bónusvinninginn og fær viðkomandi 397.500 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Hagkaup á Furuvöllum á Akureyri.

Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fær hann 100 þúsund krónur í vinning. 

Lottótölur kvöldsins eru: 10, 17, 23, 26 og 39. Bónustalan er 34.

Jókerinn er: 9, 8, 1, 4 og 9.

mbl.is