Skilavegum verður ekki skilað í ár

Sæbraut er einn þeirra vega í þéttbýli sem teljast til …
Sæbraut er einn þeirra vega í þéttbýli sem teljast til skilavega. mbl.is/​Hari

Enn einu sinni frestast að Vegagerðin afhendi sveitarfélögum vegi, sem nefndir hafa verið skilavegir. Um er að ræða allt að 70 kílómetra af stofnvegum í og við þéttbýli, víða á landinu.

Þegar vegalögin voru sett 2007 hófust samningaviðræður milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaga um yfirfærslu vega sem ekki flokkast sem þjóðvegir samkvæmt skilgreiningu laganna til viðkomandi sveitarfélaga, en þær báru ekki árangur.

Í kjölfar endurskoðunar á vegalögum árið 2014 var samþykkt bráðabirgðaákvæði þar sem tilgreint er að Vegagerðinni sé heimilt að semja við sveitarfélögin um yfirfærslu vega sem færðust frá Vegagerðinni til sveitarfélaga við gildistöku laganna. Samkvæmt ákvæðinu var Vegagerðinni heimilt að annast veghald þessara vega til ársloka 2019. Vegagerðin og sveitarfélögin hafa ekki gert samning um veghaldið en Vegagerðin hefur annast veghaldið frá því að lögin voru sett.

Hafa sveitarfélögin m.a. sett ýmsa fyrirvara við yfirtöku, svo sem vegna ástands veganna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert