Það geri ég fólkinu mínu ekki

Snæbjörn Ragnarsson og Þráinn Árni Baldvinsson á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit …
Snæbjörn Ragnarsson og Þráinn Árni Baldvinsson á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg í fyrra. Eggert Jóhannesson

„Nei, það geri ég fólkinu mínu ekki. Hún Agnes mín finnur alltaf hvenær ég þarf að komast á hljómsveitaræfingu, jafnvel á undan mér sjálfum, og rekur mig þá af stað, svo ég haldi áfram að funkera. Síðan kem ég endurnærður heim.“ 

Þannig svarar Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi, bassaleikari og hirðskáld Skálmaldar, fyrirspurn þess efnis hvort hann komi sjálfur til með að hafa lítil sem engin afskipti af tónlist á næsta ári en, eins og fram hefur komið, þá fer víkingamálmbandið vinsæla á pásu um áramótin, í heilt ár hið minnsta. Framundan hjá Bibba er meðal annars hljóðversvinna með Ljótu hálfvitunum en sú ágæta sveit stefnir á nýja plötu eftir áramótin.

Og Skálmöld kveður með hvelli en fyrir dyrum standa þrennir tónleikar í Gamla bíói, á fimmtudag, föstudag og laugardag í næstu viku. „Okkur langaði að gera eitthvað almennilegt áður en við förum í pásuna og hvað er betra en að efna til „old school“-þungarokkstónleika, þar sem fólk getur staðið, dansað og sungið með? Við erum að gera þetta fyrir okkur og alla hina sem hafa fylgt okkur á þessari ótrúlegu vegferð og viljum sjá sem flesta. Eins og oft áður fóru viðtökur fram úr björtustu vonum, þannig að þetta endaði í þrennum tónleikum,“ segir Bibbi en þegar er uppselt á tvenna þá síðari. Raunar fyrir löngu. 

Baldur Ragnarsson, Björgvin Sigurðsson og Snæbjörn á útgáfutónleikum i Háskólabíói …
Baldur Ragnarsson, Björgvin Sigurðsson og Snæbjörn á útgáfutónleikum i Háskólabíói vegna annarrar breiðskífu Skálmaldar, Börn Loka, snemma árs 2013. Eggert Jóhannesson


Hefur verið ógeðslega gaman

Eins og þeir sem þekkja söguna vita þá hóf Skálmöld göngu sína sem hobbíband fimm forfallinna þungarokkara og Gunnars vinar þeirra Ben og höfðu menn til að byrja með varla áform um að kíkja út úr bílskúrnum. „Við bjuggumst ekki við neinu; það sem hefur gerst síðan var aldrei í kortunum. Við ætluðum bara að spila þungarokk okkur til ánægju og yndisauka og það var aldrei nein pressa á að gera meira,“ segir Bibbi en óhætt er að fullyrða að Skálmöld hafi verið ein vinsælasta hljómsveit landsins undanfarinn áratug og tónleikaferðirnar til útlanda orðnar fjölmargar.

„En þetta sprakk fljótt í loft upp sem þýddi að við þurftum að halda krísufund; það átti aldrei að fara svona mikill tími og kraftar í þetta hobbí. Það hefði getað farið í báðar áttir en sem betur fer létum við slag standa. Þetta hefur verið ógeðslega gaman!“

Nánar er rætt við Bibba í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »