Vinnustofa Braga opnuð

Bræður. Fjölnir, Ásgeir og Símon Ásgeirssynir.
Bræður. Fjölnir, Ásgeir og Símon Ásgeirssynir. mbl.is/Sigurður Bogi

Vinnustofa Braga heitins Ásgeirssonar listmálara og salarkynni þar sem ýmis af listaverkum hans má finna voru opnuð almenningi í dag. Vinnustofa sem Bragi hafði eru salarkynni á 13. hæð fjölbýlishússins í Austurbrún 4 í Reykjavík. Þar hefur ekki verið hreyft við neinu frá því Bragi gekk þar um en hann lést vorið 2016.

Geymsla með verkum Braga er í Sundaborg 4. Þar hefur listaverkum hans nú verið komið fyrir. Nokkur eru á veggjum í rúmgóðum salarkynnum en flest í rekkum og þar auðfinnanleg.

„Bragi var tvímælalaust einn af áhrifamestu listmálurum Íslendinga og verður að mati þeirra sem best þekkja til eitt af stóru nöfnunum. List hans á því nú sem fyrr mikið erindi við samtímann og mér finnst mikilvægt að nafni hans og boðskap sé haldið á lofti,“ sagði Fjölnir Geir, sonur listamannsins, þegar hann tók á móti fólki í Austurbrún í dag. Þar voru einnig bræður hans, þeir Ásgeir og Símon. Opnun þessara tveggja listsetra er samstarfsverkefni bræðranna og Gísla Gíslasonar lögfræðings. 

Á listsetrinu í Sundaborg.
Á listsetrinu í Sundaborg. mbl.is/Árni Sæberg
Andlistmynd af Braga eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara.
Andlistmynd af Braga eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara. mbl.is
Fjölmenni var við opnunina í Austurbrún í dag.
Fjölmenni var við opnunina í Austurbrún í dag. mbl.is
Horft af vinnustofunni yfir Sundin blá.
Horft af vinnustofunni yfir Sundin blá. mbl.is
mbl.is