170 skjálftar í jarðskjálftahrinu

Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftarnir eru orðnir hátt í 170 talsins í jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaganum sem hófst í morgun.

Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Snarpur jarðskjálfti, 3,5 að stærð, gekk yfir svæðið um áttaleytið í morgun en hinir skjálftarnir eru allir minni. 

Hún segir hrinur sem þessar ekkert óeðlilegar á Reykjanesskaganum. Skjálftarnir halda áfram að streyma inn en þeim hefur þó eitthvað fækkað.

Ein tilkynning barst Veðurstofunni um að stærsti jarðskjálftinn hefði fundist á Hellu. Annars varð hans m.a. vart á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert