Enn að störfum vegna óveðursins

Ljósmynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra

Enn eru starfræktar aðgerðarstjórnir á Húsavík og á Akureyri vegna óveðursins í síðustu viku, auk þess sem ein fjöldahjálparstöð er starfrækt í félagsheimilinu Sólvangi á Tjörnesi.

Þá eru nokkrir án rafmagns en vonir eru bundnar við að rafmagnið komi á sem fyrst með einum eða öðrum hætti, að því er segir í tilkynningu á Facebook frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Björgunarsveitir og aðrir eru enn í vinnu við að aðstoða við ýmis verkefni tengd afleiðingum veðursins. Áfram verður unnið að því að koma ástandinu í umdæminu í lag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert