Gáfu kirkjunni smákökur

Fjórði bekkur í Klébergsskóla ásamt kennara sínum, Söndru Þórisdóttur.
Fjórði bekkur í Klébergsskóla ásamt kennara sínum, Söndru Þórisdóttur.

„Við höfum verið að læra um vaxandi hugarfar og skoða hvernig hafa má áhrif á heiminn og fórum í framhaldi af því að velta fyrir okkur hvort við gætum ekki látið gott af okkur leiða fyrir jólin,“ segir Sandra Þórisdóttir, umsjónarkennari fjórða bekkjar í Klébergsskóla á Kjalarnesi, en bekkurinn færði kirkjunni vænan stafla af smákökum fyrir helgina.

Ýmsar hugmyndir komu fram, svo sem að hjálpa til á heimilinu, en niðurstaðan var að gera eitthvað fallegt fyrir kirkjuna. Í framhaldinu réðust nemendurnir og aðstandendur þeirra í heljarinnar bakstur og fyrir helgina færði hópurinn séra Örnu Grétarsdóttur, sóknarpresti á Reynivöllum, sjö kúffull box af smákökum sem hún tók við með miklu þakklæti og mun koma áleiðis til þeirra sem á góðgætinu þurfa að halda fyrir jólin.

„Séra Arna var mjög ánægð með framtakið og greip í gítarinn og söng með okkur nokkur jólalög. Þetta var í senn gleðileg og hátíðleg stund,“ segir Sandra.

Séra Arna Grétarsdóttir veitir smákökunum viðtöku fyrir hönd kirkjunnar.
Séra Arna Grétarsdóttir veitir smákökunum viðtöku fyrir hönd kirkjunnar.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert