Ofankoma í hvassri norðaustanátt

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/​Hari

Spáð er vaxandi norðaustanátt í nótt, með slyddu eða snjókomu norðan og austan til og jafnvel rigningu við ströndina. Hiti um frostmark. Á morgun er spáð norðaustan 10-18 metrum á sekúndu. Él norðaustan- og austanlands en léttir til á Suður- og Suðvesturlandi. Kólnandi veður síðdegis.

Veðurspáin næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustan 8-15 m/s og snjókoma eða él N- og A-lands, en bjart með köflum á S- og SV-landi. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.

Á fimmtudag:
Austlæg átt með snjókomu austan til og við norðurströndina, annars úrkomulítið. Hiti um eða undir frostmarki.

Á föstudag:
Norðaustanátt og slydda eða snjókoma, einkum á A-verðu landinu. Vægt frost, en frostlaust við S-ströndina.

Á laugardag:
Norðaustanátt með éljum N- og A-lands, en bjartviðri á SV-landi. Kólnandi veður.

Á sunnudag (vetrarsólstöður):
Norðanátt með éljum N-lands, en léttskýjað á S- og V-landi.

mbl.is