Opið í Bláfjöllum í dag

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið frá 10 til 17 í …
Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið frá 10 til 17 í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Skíðafólk í Bláfjöllum í dag má búast við köldu en fallegu veðri. Í gær renndu um 800 manns sér á skíðum og snjóbrettum þegar skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í fyrsta sinn í vetur.

Skíðasvæðið er opið í dag frá 10 til 17. Búast má við björtu en köldu veðri. Frost er á bilinu -4 til -14 gráður og hægur vindur. Eftir því sem fram kemur á vef skíðasvæðisins er færi gott. 

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, sagði í samtali við mbl.is að gærdagurinn hefði gengið hnökralaust. Hann sagði það vera fyrir mikla vinnu starfsmanna að hægt hefði verið að opna í gær, en skíðasvæðið fór ekki varhluta af ofsaveðri síðustu viku. 

Opnun skíðasvæðisins nú um miðjan desember er í fyrra fallinu miðað við síðustu ár. Stefnt er að því að halda svæðinu opnu næstu daga á meðan veður leyfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert