Snarpur jarðskjálfti á Reykjanesi

Skjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu.
Skjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu. Kort/Veðurstofa Íslands

Snarpur jarðskjálfti, sem fannst greinilega á höfuðborgarsvæðinu, gekk yfir nánast á slaginu átta í morgun.

Veðurstofa Íslands telur að upptök skjálftans, sem var 3,5 að stærð, hafi verið í Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Nokkrir smærri skjálftar fylgdu í kjölfarið. 

Virkni hefur verið á þessu svæði síðustu daga og eðlilegt að svona skjálftar komi þaðan öðru hverju. Veðurfræðingur segir í samtali við mbl.is að tilkynningar hafi borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. 

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftinn hafi átt upptök sín 3,4 kílómetra suðaustur af Fagradalsfjalli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert