Óska eftir lögreglurannsókn vegna lambaflutninga

Lambhrútarnir fjórir voru fluttir frá Vestfjörðum til Norðurlands eystra.
Lambhrútarnir fjórir voru fluttir frá Vestfjörðum til Norðurlands eystra. mbl.is/Golli

Fjórir lambhrútar frá Vestfjörðum voru fluttir til Norðurlands eystra að öllum líkindum í óleyfi. Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglurannsókn á málinu. Óheimilt er að flytja sauðfé yfir varnarlínu nema í undantekningartilfellum. 

Meintur flutningur uppgötvaðist við eftirlit og hefur flutningsbann verið sett á hrútana. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

„Árið 2016 sótti viðtakandi hrútanna um leyfi til Matvælastofnunar um kaup á fimm lambhrútum úr Vestfjarðahólfi vestra. Þeirri umsókn var hafnað,“ segir í tilkynningu á vef Matvælastofnunar.

Ítrekað er að markmið dýrasjúkdómalaga er að hindra útbreiðslu dýrasjúkdóma og útrýma þeim.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert