Um 5.000 á sama tíma í Kringlunni

Annríki er þessa dagana í verslunarmiðstöðvum.
Annríki er þessa dagana í verslunarmiðstöðvum. mbl.is/​Hari

Jólavertíðin er hafin og þá glæðast viðskiptin hjá kaupmönnum landsins. Jólaafgreiðslutími tók gildi í stærstu verslunarmiðstöðvum landsins, Kringlunni og Smáralind, á laugardag og verða þær nú báðar opnar til klukkan 22 öll kvöld til jóla, nema á Þorláksmessu þegar opið er til 23.

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir að fyrsti dagur í jólavertíð hafi gengið vonum framar. Talið er inn í verslunarmiðstöðina og á háannatíma milli klukkan þrjú og fjögur í eftirmiðdaginn hafi nær 5.000 manns verið í húsinu samtímis. Yfir daginn hafi 35.000 manns heimsótt Kringluna.

Aðsókn ræðst gjarnan af veðri

Sigurjón segir aðsóknina ráðast töluvert af veðri. Þannig hafi síðustu dagar verið gjöfulir, en afar kalt hefur verið á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. „Ef veðrið er ljúft skilar fólk sér kannski frekar annað, til dæmis niður í miðbæ, en annars leitar það í hlýjuna,“ segir Sigurjón.

Svipaða sögu er að segja af keppinautunum í Smáralind. Þar má búast við 22-30.000 gestum upp á hvern dag til jóla, en í samtali í Morgunblaðinu í dag egir Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, að toppnum sé náð á Þorláksmessu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert