Funduðu í tvo daga vegna Samherjamálsins

mbl.is/Hjörtur

Fulltrúar héraðssaksóknara áttu fund með fulltrúum Økokrim, efnahags- og umhverfisglæpadeild norsku lögreglunnar, og ýmsum stofnunum í Namibíu, í Haag í Hollandi í síðustu viku vegna Samherjamálsins.

Fundurinn stóð yfir í tvo daga.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is en fyrst var greint frá því að fundurinn hefði átt sér stað í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Höfuðstöðvar Europol, löggæslustofnunar ESB, eru til húsa í Haag. Samkvæmt heimildum mbl.is fór fundurinn fram með milligöngu Europol en í húsakynnum Eurojust.

Stjórnendur Samherja eru sakaðir um að hafa mútað háttsettum aðilum í Namibíu til að komast yfir kvóta.

Höfuðstöðvar Europol.
Höfuðstöðvar Europol. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert