Varðhald framlengt fram í miðjan janúar

Maðurinn hefur verið úrskurðaður í varðhald til 16. janúar.
Maðurinn hefur verið úrskurðaður í varðhald til 16. janúar. mbl.is/Alexander Gunnar

Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fimmtugt, sem situr í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna mannsláts í Úlfarsárdal í byrjun mánaðarins, hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 16. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Áður var maðurinn úrskurðaður í 10 daga varðhald frá 9. desember til dagsins í dag.

Fimm karl­menn voru upp­haf­lega hand­tekn­ir á vett­vangi glæps­ins og hlutu þeir þá all­ir rétt­ar­stöðu sak­born­ings. Fjór­um þeirra var sleppt úr haldi lög­reglu en einn var sem fyrr segir úrskurðaður í varðhald.

Maður­inn sem situr í varðhaldi er um fimm­tugt og frá Lit­há­en, en hefur búið hér á landi um margra ára skeið.And­lát manns­ins átti sér stað þegar hann féll fram af svöl­um í fjöl­býl­is­húsi við Skyggn­is­braut í Úlfarsár­holti mánu­dag­inn ní­unda des­em­ber síðastliðinn. Maður­inn sem lést var á sex­tugs­aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert