Brotist inn í gullsmíðaverslun

mbl.is/Hjörtur

Einn er í haldi í tengslum við innbrot í gullsmíðafyrirtæki á Laugaveginum skömmu fyrir klukkan sex í morgun. Hann verður yfirheyrður eftir hádegi að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa á höfuðborgarsvæðinu.

Brotist var inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar og stolið skarti fyrir tíu til 20 milljónir króna. Að sögn Guðmundar Páls braut innbrotsþjófurinn rúðu í hurð og komst þannig inn og lét greipar sópa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert