„Pósturinn þarf að berast fyrir jól“

Mokstursbílar Vegagerðarinnar komu póstflutningabílum til aðstoðar á Öxnadalsheiði í gær.
Mokstursbílar Vegagerðarinnar komu póstflutningabílum til aðstoðar á Öxnadalsheiði í gær. Ljósmynd(Björgvin P./Vegagerðin

Brösuglega hefur gengið að koma póstinum til skila, sérstaklega á Norðurlandi, í óveðrinu síðustu daga. Pósturinn þar engu að síður að komast til skila fyrir jól og í gærkvöldi, þegar færðin var afleit á Öxnadalsheiðinni, aðstoðuðu mokstursbílar Vegagerðarinnar flutningalest að komast yfir heiðina. 

„Pósturinn þarf að berast fyrir jól,“ segir í færslu Vegagerðarinnar á Facebook. Flutningabílarnir höfðu beðið í fimm klukkustundir þegar aðstoðin barst. 

Búast má við því að færð spillist enn frekar um helgina og sagði Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is fyrr í dag að ef fólk ætl­ar sér að ferðast á milli lands­hluta fyr­ir jól þá ætti það að íhuga al­var­lega að bíða með ferðalög fram á mánu­dag, Þor­láks­messu. 

Gul viðvörun er í gildi fyr­ir Vest­f­irði, Strand­ir, Norður­land, Aust­ur­land, Suðaust­ur­land og Miðhá­lendi og vegum hefur verið lokað á Norðurlandi. Á morgun má búast við því að hringveginum verði lokað á Suðausturlandi, frá Lómagnúp að Jökulsárlóni sökum hvassviðris. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert