Fólki fjölgar í Grímsey á jólum

Mikil jólastemning ríkir hjá Grímseyingum um þessar mundir en langflest …
Mikil jólastemning ríkir hjá Grímseyingum um þessar mundir en langflest húsin í bænum eru nú böðuð jólaljósum. Ljósmynd/Karen Nótt Halldórsdóttir

Afar jólalegt er í Grímsey um þessar mundir að sögn Grímseyingsins Svafars Gylfasonar en hann segist búast við að hátt í 50 manns muni verja jólunum á eynni. Segir hann að fólki fjölgi yfirleitt í Grímsey yfir hátíðarnar.

„Þá kemur fólk meira heim, er hérna um jólin og áramótin og fer svo aftur til baka. Brottfluttir Grímseyingar og svona,“ segir Svafar sem kveðst ekki vita til þess að margir heimamenn ætli að verja jólunum erlendis. Segir hann meiri „þvæling“ vera á fólki fyrir og eftir hátíðarnar.

„Við vorum frekar fá hérna í þarsíðustu viku, í vonda veðrinu. Þá voru sjö manneskjur á eynni þannig að þetta verður orðið bara hellingur af fólki miðað við það,“ segir Svafar og hlær. Hann viðurkennir að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta upp á síðkastið og segir veðurspána fyrir helgina frekar leiðinlega.

„Þetta lítur ekkert allt of vel út á sunnudaginn. Maður verður bara að vona að það verði hægt að fljúga. Ég held að þá séu að koma svona tíu manneskjur,“ segir Svafar. Segir hann jólastemninguna góða í bænum og að jólahefðir Grímseyinga verði á sínum stað í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert