Meiri skattalækkun í bígerð

Ríkissjóður hefur greitt hundruð milljarða í vexti síðustu ár.
Ríkissjóður hefur greitt hundruð milljarða í vexti síðustu ár. mbl.is/Golli

Endurmetnar áætlanir gera ráð fyrir að stöðugleikaframlög slitabúanna muni skila ríkissjóði um 458 milljörðum, eða um 74 milljörðum hærri fjárhæð en fyrst var talið. Rekja má rúman 21 milljarð af hækkuninni til eigna í umsýslu Lindarhvols. Um 12 milljarðar í lausu fé eru nú eftir á stöðugleikareikningi.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að eftirstöðvunum verði ráðstafað til að greiða 62 milljarða skuld í febrúar. Að auki eru Íslandsbanki og aðrar eignir metnar á um 200 milljarða.

„Við höfum létt vaxtabyrði okkar á undanförnum árum um 40 milljarða. Við eigum að geta minnkað hana aftur um þriðjung á næstu sex árum,“ segir Bjarni um horfurnar. Áætlað er að ríkissjóður hafi greitt alls um 672 milljarða í vexti 2010-19. Árin 2020-24 er hins vegar gert ráð fyrir 168 milljarða vaxtagreiðslum.

Bjarni segir að þegar ríkissjóður fari að njóta hagstæðari lánakjara innan fárra ára muni skapast tækifæri til að lækka skatta enn frekar og ráðast í ýmis stórverkefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »