Rafmagn fór af á Húsavík

Rafmagnið fór af á Húsavík um klukkan níu í morgun. …
Rafmagnið fór af á Húsavík um klukkan níu í morgun. Unnið er að viðgerð. mbl.is/Þorgeir

Bilun í Laxárvirkjun olli rafmagnstruflun í landskerfinu í Suður-Þingeyjasýslu, frá Laxá og Húsavík. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK er verið að vinna í að byggja upp kerfið.

Landsnet greinir frá því á Facebook að unnið sé að því að koma rafmagni aftur á Húsavík í gegnum Bakka. 

Uppfært klukkan 10:20:

Rafmagn er aftur komið á á Húsavík og samkvæmt upplýsingum frá RARIK er unnið að því að koma á rafmagni í Reykjadal og Bárðardal. 

Rafmagnstruflun er í gangi landskerfinu í Suður-Þingeyjasýslu, frá Laxá og …
Rafmagnstruflun er í gangi landskerfinu í Suður-Þingeyjasýslu, frá Laxá og Húsasavík. Kort/RARIK

Í nótt var unnið að hreinsun á tengivirkinu í Hrútatungu og gekk það vel. Um 30 manns tóku þátt í að hreinsa seltu af tengivirkinu. Þá er Fljótsdalslína 4 komin inn eftir viðgerð. 

Ís verður hreinsaður af Þeistareykjalínu 1 í dag og verður línan tekin úr rekstri um klukkan 11 en beðið verðu með viðgerð um sinn á Laxárlínu 1. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert