Ásatrúarfólk fagnaði í Öskjuhlíð á vetrarsólstöðum

Ásatrúarfólk blótar í Öskjuhlíð
Ásatrúarfólk blótar í Öskjuhlíð mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásatrúarfólk rétt eins og aðrir fagnaði því í gær, á vetrarsólstöðum, að daginn er nú aftur farið að lengja á norðurhjaranum.

Vetrarsólstöður eru hin fornu jól norrænna manna og af því tilefni var efnt til hátíðar, þar sem fólk úr Ásatrúarfélaginu á Íslandi kom saman við hofbygginguna í Öskjuhlíð með kyndla og eldker og fagnaði tímamótunum.

Í dag, á Þorláksmessu, nýtur sólar heilum 15 sekúndum lengur en var í gær. Lítill birtumunur sést því fyrst í stað, svo koma jól og áramót með allri sinni gleði og tilbúnu birtu. Eftir nýárið fer svo að sjást verulegur munur, birtustundunum fjölgar hratt og fyrr en varir er blessað íslenska vorið komið í allri sinni dýrð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert