Dúx FB með 9,34 í einkunn

Dúx skólans var Elísabet Nótt G. Norðdahl.
Dúx skólans var Elísabet Nótt G. Norðdahl. Ljósmynd/Jóhannes Long

Alls útskrifuðust 108 einstaklingar úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 20. desember, þar af voru 66 sem luku stúdentsprófi, 17 luku prófi af rafvirkjabraut, 14 af húsasmiðabraut, 9 sjúkraliðar og 7 luku prófi af snyrtibraut. Athöfnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu.

Dúx skólans var Elísabet Nótt G. Norðdahl af opinni braut með einkunnina 9,34. Hún hlaut fjölda verðlauna, meðal annars verðlaun í íslensku, sagnfræði, þýsku, lokaverkefni til stúdentsprófs en fyrir hana fékk hún bókina Flugvélar á Íslandi eftir Baldur Sveinsson en Elísabet stefnir einmitt á flugnám. Hún fékk einnig verðlaun frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. 

Elvar Jónsson skólameistari stýrði athöfninni og hvatti hann nemendur til að lifa í núinu og njóta hvers dags. Þær Magnea Óskarsdóttir af snyrtibraut og Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir af myndlistarbraut fluttu ræður nýstúdenta. Þá fluttu þeir Davíð Þór Hlynsson og Rúnar Breki Rúnarsson nýstúdent tvö frumsaman lög og Melkorka Rós Hjartardóttir söng jólalag við undirleik Fannars Pálssonar. Þetta kemur fram í tilkynningu.  

Alls útskrifuðust 108 einstaklingar úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í desember.
Alls útskrifuðust 108 einstaklingar úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í desember. Ljósmynd/Jóhannes Long
Þær Magnea Óskarsdóttir af snyrtibraut og Herdís Hlíf þorvaldsdóttir af …
Þær Magnea Óskarsdóttir af snyrtibraut og Herdís Hlíf þorvaldsdóttir af myndlistarbraut fluttu ræður nýstúdenta . Ljósmynd/Jóhannes Long
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert