Á þriðja hundrað í jólamat

Hjördís Kristinsdóttir afhenti gestum gjafapoka á fögnuðinum í fyrra.
Hjördís Kristinsdóttir afhenti gestum gjafapoka á fögnuðinum í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gert er ráð fyrir að um 250 manns muni nýta sér aðstoð Hjálpræðishersins í dag og snæða jólahádegisverð í höfuðstöðvum samtakanna í Mjódd.

Þar verður skráðum gestum boðið upp á reyktan lax í forrétt, lambalæri í aðalrétt og ís og köku í eftirrétt en á bilinu 20 til 30 sjálfboðaliðar verða til þjónustu reiðubúnir við borðhaldið.

„Við erum með marga sjálfboðaliða og fyrirtæki sem leggja okkur lið og útvega gjafir, mat og annað,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, foringi Hjálpræðishersins.

Horfið var frá því fyrirkomulagi sem tíðkast hefur undanfarin ár, að hafa málsverðinn að kvöldi til, en það má rekja til breyttra aðstæðna, að sögn Hjördísar. „Samsetning hópsins hefur breyst auk þess sem Strætó gengur ekki um kvöldið,“ sagði Hjördís. Áður voru heimilislausir í meirihluta en nú eru fleiri hælisleitendur og einstæðingar í hópi þeirra sem nýta sér aðstoðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert