Opinber gjöld taka breytingum

Eigendur ökutækja munu finna fyrir hækkunum eftir áramót á ýmsum …
Eigendur ökutækja munu finna fyrir hækkunum eftir áramót á ýmsum gjöldum tengdum rekstri bílanna, m.a. á kolefnisgjaldi. mbl.is/Styrmir Kári

Breytingar á hinum ýmsu opinberu gjöldum fylgja áramótunum næstu eins og mörgum hinum fyrri. Flest krónutölugjöld verða hækkuð um 2,5%, sem er minni hækkun en sem nemur verðlagshækkunum.

Þó eru dæmi um að krónutölur hækki um 157%, en einnig eru dæmi um að þau lækki um heil 42%, líkt og komugjöld á heilsugæslustöðvum gera um áramótin þegar þau fara úr 1.200 krónum í 700 krónur.

Úr 350 í 900 krónur

Áfengis- og tóbaksgjöld hækka almennt um 2,5%. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR um vænt útsöluverð, sem miða við óbreytt verð frá birgjum, mun karton af sígarettum, sem á þessu ári kostaði 10.733 kr., kosta 10.918 krónur á næsta ári. Þá mun 500 ml bjór sem nú kostar 379 krónur á næsta ári kosta 385 kr. Rauðvínsflaska sem nú kostar 2.098 krónur mun á næsta ári kosta 2.129 og vodkaflaska, 700 ml, sem nú kostar 5.699 mun á næsta ári kosta 5.824.

Úrvinnslugjald á ökutæki hækkar úr 350 krónum í 900 krónur, sem er 157% hækkun. Þá mun almennt komugjald á heilsugæslu á dagvinnutíma lækka úr 1.200 krónum í 700, sem er um 42% lækkun. Útvarpsgjald hækkar úr 17.500 krónum í 17.900, að því er fram kemur í umfjöllun um hækkun gjalda við áramótin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert