Aldrei skráð fleiri umferðarlagabrot

Í skýrslunni kemur fram að til þess að bregðast við …
Í skýrslunni kemur fram að til þess að bregðast við auknum umferðarlagabrotum hafi sektir hækkað og önnur viðurlög vegna brotanna verið hert. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Árið 2018 voru skráð fleiri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en nokkurn tímann áður, eða frá því að samræmdar skráningar hófust hjá lögreglu árið 1999.

Brotin voru samtals 44.878 talsins og fjölgaði þeim um tæp 15 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um afbrot á höfuðborgarsvæðinu árið 2018. Hraðakstur var orsök langflestra brotanna og voru hraðakstursbrot 35.000 talsins. Metfjöldi umferðarlagabrota var einnig skráður árið 2017 en þá voru brotin rúmlega 39 þúsund talsins.

23% fjölgun kynferðisbrota

Fleiri sérrefsilagabrot hafa sömuleiðis aldrei verið skráð á höfuðborgarsvæðinu og árið 2018. Um það bil helmingur þeirra var vegna brota á áfengislögum og/eða fíkniefnabrot.

1.630 fíkniefnabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu árið 2018. Þeim fjölgaði lítillega á milli ára en stórfelldum fíkniefnabrotum fækkaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert