Leit að Rimu hefst að nýju um hádegi

Rimu Grun­skyté Feliks­as­dótt­ur hefur verið saknað frá því 20. desember.
Rimu Grun­skyté Feliks­as­dótt­ur hefur verið saknað frá því 20. desember. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Leit hefst að nýju að Rimu Grun­skyté Feliks­as­dótt­ur, sem tal­in er hafa fallið í sjó­inn við Dyr­hóla­ey, upp úr hádegi í dag. Leitað verður frá Þjórsá og austur að Skaftá, samkvæmt upplýsingum frá Sveini Rúnari Kristjánssyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi. 

Aðstæður til leitar ættu að vera ágætar í dag en háfjara verður um hádegið í dag og þokkalegasta veður. Ekki er ljóst hversu margir taka þátt í leitinni en boð voru send út til björgunarsveita í gærkvöldi. „Það kemur svo í ljós hversu margir geta mætt,“ segir Sveinn Kristján. Keyrt verður meðfram strandlengjunni á jeppum og fjórhjólum og hún gengin þar sem ökutæki komast ekki. 

Spurður hvort leitað verði einnig úr lofti segir Sveinn að það skýrist fljótlega. 

Björg­un­ar­sveit­in Víkverji á Vík fór yfir svæðið nálægt Dyrhólaey, þar sem talið er að hún hafi fallið í sjóinn í gær en án árangurs.

Rima flutti ný­lega á Hellu en hún var áður bú­sett í Vík í Mýr­dal. Ekk­ert hef­ur spurst til henn­ar síðan á föstu­dags­kvöldið 20. desember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert