Sitja áfram í haldi fram í febrúar

Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu.
Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu. Ljósmynd/Sjávarútvegsráðuneyti Namibíu

Namibísku sexmenningarnir, sem kærðir hafa verið fyr­ir spill­ingu og pen­ingaþvætti í tengsl­um við Sam­herja­skjöl­in í Namib­íu, munu sitja áfram í gæsluvarðhaldi fram til 20. febrúar þegar fyrirtaka verður í máli þeirra. 

Dómari hæstaréttar í Windhoek komst að þeirri niðurstöðu í dag. Jafnframt kom fram að málið væri ekki talið það áríðandi að það yrði tekið á dagskrá dómsins. Þetta kemur fram á vef Namibian. 

Tveir fyrr­ver­andi ráðherr­ar lands­ins, Bern­h­ard Esau og Sacky Shang­hala auk hinna fjög­urra, James Hatuikulipi, Tam­son Hatuikluipi, Ricar­do Gusta­vo og Pius Mwatelu­lo, hafa setið í haldi frá því fyrr í þessum mánuði. 

Þeir fullyrtu að handtaka þeirra sem og gæsluvarðhaldsúrskurður væri ólögmætur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert