„Er á gríðarlega viðkvæmu stigi“

Heimili Kristjáns Gunnars Valdimarssonar þar sem hann er grunaður um …
Heimili Kristjáns Gunnars Valdimarssonar þar sem hann er grunaður um að hafa haldið konunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir embætti sitt ekki geta tjáð sig að svo stöddu um gagnrýni á að lögreglan hafi ekki brugðist rétt við þegar grunur lék á um að kona svipt frelsi af manninum sem situr í gæsluvarðhaldi væri í húsi þar sem fíkniefni voru höfð um hönd.

Þau sjónarmið hafa komið fram hjá Sögu Ýri Jónsdóttur réttargæslumanni og eru reifuð í umfjöllun um mál þetta í Morgunbllðinnu í dag.

„Við erum með mann í gæsluvarðhaldi, í einangrun. Málið er á gríðarlega viðkvæmu stigi og við getum ekki tjáð okkur efnislega,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir við mbl.is. „Við munum fara í gegnum málið frá a-ö og alla gagnrýni sem hefur komið fram. Eins og staðan er núna eru viðkvæmir hagsmunir í húfi og við viljum ekki spilla málinu með ótímabærri umfjöllun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert