Fjórða konan hefur tilkynnt meint brot lektorsins

Fjórða konan hefur tilkynnt um meint kynferðisbrot Kristjáns gegn sér.
Fjórða konan hefur tilkynnt um meint kynferðisbrot Kristjáns gegn sér. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Fjórða konan hefur tilkynnt lögreglu um meint kynferðisbrot Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Konan er stödd núna erlendis en hefur óskað eftir að koma í skýrslutöku til lögreglu. Þetta kom fram í kvöldfréttum stöðvar tvö samkvæmt heimildum fréttastofu.

Fyrr í dag var Kristjáni sleppt úr haldi lögreglu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Ekki er líklegt að hann verði tekinn til umfjöllunar fyrr en á nýju ári.

Yf­ir­heyrsl­ur vegna ásak­ana á hend­ur Kristjáni Gunn­ari Valdi­mars­syni, lektor við Há­skóla Íslands, sem sakaður er um frels­is­svipt­ing­ar, lík­ams­árás­ir og kyn­ferðis­brot gegn þrem­ur kon­um fóru fram í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert