Von á fjölda nýrra íbúða á markað

Á þessu ári virðist markaðurinn hafa náð jafnvægi.
Á þessu ári virðist markaðurinn hafa náð jafnvægi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Útlit er fyrir að umfang fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu hafi verið svipað á þessu ári og því síðasta.

Loðnubrestur, gjaldþrot WOW og kjaradeilur dempuðu markaðinn framan af ári en bjartsýni almennings jókst með haustinu svo að lifnaði yfir markaðinum.

Í viðtali Morgunblaðsins við Pál Pálsson fasteignasala í dag kemur fram að von er á u.þ.b. 3.000 nýjum íbúðum á markað á höfuðborgarsvæðinu á komandi ári og ætti það að hjálpa til við að halda aftur af hækkun fasteignaverðs. Á þessu ári virðist markaðurinn hafa náð jafnvægi og hefur fasteignaverð hækkað um 2,4% undanfarna 12 mánuði. Reiknar Páll með að verðþróunin verði í takt við almenna verðbólgu næstu tvö árin eða svo.

Óvíst er hve lengi jafnvægið getur varað og gætu íþyngjandi stefna og vinnubrögð sveitarfélaganna, sem og tregða bankanna til að lána vegna húsbyggingarverkefna, haft neikvæð áhrif á framboð.

Undanfarna tvo áratugi hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði hækkað um 5-6% árlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »