Yfirheyrslum ólokið í máli lektorsins

Yfirheyrslum í málinu er ekki lokið og fara þær meðal …
Yfirheyrslum í málinu er ekki lokið og fara þær meðal annars fram í dag. mbl.is/Golli

Yfirheyrslur vegna ásakana á hendur Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, sem sakaður er um frelsissviptingar, líkamsárásir og kynferðisbrot gegn þremur konum, eru enn í fullu gangi og standa meðal annars yfir í dag.

Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

„Þær eru í gangi í dag meðal annars. Ekki yfir honum en það eru yfirheyrslur í gangi í málinu,“ segir Karl Steinar. Spurður hvort yfirheyrslum yfir Kristjáni Gunnari sé lokið segist Karl Steinar ekki geta svarað því.

„Ég vill ekki tjá mig mikið um það hvort við þurfum að tala betur við hann. Það markast svo mikið af öðrum yfirheyrslum,“ segir hann.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði fyrr í dag kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari og hefur hann því verið látinn laus. Niðurstaðan var samstundis kærð til Landsréttar.

Karl Steinar vill ekki tjá sig um hvort sú niðurstaða hafi komið á óvart.

„Við lýstum strax yfir í dóminum að við myndum kæra þessa niðurstöðu til Landsréttar og við höfum gert það. Það segir náttúrlega bara sitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert