Bifreið lenti utan vegar í hálku

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Bifreið lenti utan vegar á þjóðvegi eitt um Hrútafjarðarháls upp úr klukkan tíu í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var bifreiðin, sem tveir fullorðnir og þrjú börn voru í, á norðurleið en mikil hálka var á veginum þegar óhappið varð.

Fólkið var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Tveir eru taldir hafa orðið fyrir meiðslum en vonast er ekki til þess að þau séu ekki alvarleg.

Óhappið og tildrög þess eru í rannsókn.

mbl.is