Flughálka víða vegum landsins

Flughálka er nokkuð víða á vegum landsins samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þetta á til að mynda víða við á vegum á Vestfjörðum, víða í uppsveitum Borgarfjarðar, frá Varmahlíð að Siglufirði á Norðurlandi og einnig á Þverárfjalli og á Tjörnesi á Norðausturlandi.

Vetrarfærð er annars víðast hvar á landinu en greiðfært á köflum á Suðaustur- og Suðvesturlandi. Vegurinn norður í Árneshrepp hefur verið opnaður en þar er þæfingsfærð. Verið er að vinna að hálkuvörnum þar sem þess er þörf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert