Íslensk vegabréf í 10. sæti listans

mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenskir ríkisborgarar geta ferðast til 180 landa án þess að þurfa til þess fyrirframfengna vegabréfsáritun. Situr íslenska vegabréfið því í tíunda sæti á svokallaðri vegabréfsvísitölu Henleys fyrir árið 2019.

Vísitalan, eða listinn, heldur utan um lönd sem borgarar komast til með vegabréfum landa sinna án sérstakrar vegabréfsáritunar, en sem stendur sitja Asíuríkin Japan og Singapúr saman í efsta sæti listans. Þeir sem ráða yfir vegabréfi frá Japan eða Singapúr komast til 190 landa, tíu fleiri en Íslendingar, án þess að þurfa sérstaka áritun.

Suður-Kórea, Þýskaland og Finnland sitja saman í öðru sæti listans, með 188 lönd undir sér, og Danmörk, Ítalía og Lúxemborg eru í þriðja sæti. Á meðal annarra landa sem eru ofar en Ísland á listanum eru Tékkland, Malta, Slóvakía og Litháen.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert