Löggæslustörfin að breytast

Ýmsar áskoranir bíða lögreglunnar á næstu árum.
Ýmsar áskoranir bíða lögreglunnar á næstu árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Loftslagsbreytingar, náttúruhamfarir, almennar samfélagsbreytingar og skipulögð glæpastarfsemi eru þættir sem horft er til í starfsumhverfi löggæslu á Íslandi á árunum 2020 til 2024.

Þetta kemur fram í nýrri greiningarskýrslu Ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Frá 2007 hafa reglulega verið gerðar stefnumiðaðar greiningar með mati á samfélagsógnir næstu missera. Nú eru hins vegar fimm ár undir.

Loftslagsbreytingar munu einkum hafa félagsleg áhrif á Íslandi, segir í skýrslu ríkislögreglustjóra. „Hugmyndafræðileg átök tengd umhverfisvernd og loftslagsbreytingum kunna að blossa upp á Vesturlöndum með litlum fyrirvara. Verði raunin sú kann ólga í samfélögum að reynast vaxandi áskorun fyrir löggæsluna,“ segir í greiningunni.

Náttúruhamfarir eru sagðar geta kallað á krefjandi lögregluaðgerðir, því oft sé fjöldi ferðamanna á hamfarasvæðum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert