Einangrunartími innfluttra dýra styttur um helming

Tíminn sem hundar og kettir þurfa að vera í einangrunarstöð …
Tíminn sem hundar og kettir þurfa að vera í einangrunarstöð styttist með nýjum reglum. Jafnframt þarf að meðhöndla dýrin meira erlendis. mbl.is/​Hari

Gert er ráð fyrir því að einangrunartími innfluttra dýra verði styttur um helming, úr fjórum vikum í tvær, í drögum að nýrri reglugerð um innflutning hunda og katta.

Á móti kemur að gerðar eru stífari kröfur um bólusetningar, sýnatökur og meðhöndlun dýranna áður en þau eru flutt til landsins og að einungis verður heimilt að flytja dýrin frá viðurkenndum útflutningslöndum.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að helstu breytingar á innflutningskröfum eru stytting á einangrun úr fjórum vikum í 14 sólarhringa. Þá er gert ráð fyrir að einangrun hjálparhunda geti farið fram í heimasóttkví. Jafnframt eru auknar kröfur um bólusetningar, sýnatökur og meðhöndlun fyrir innflutning.

Núgildandi skilyrði um innflutning og einangrun hunda og katta voru sett árið 2003. Danskur sérfræðingur, Preben Willeberg, sem atvinnuvegaráðuneytið kallaði til, skilaði nýju áhættumati fyrr á árinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert