Nýtt fyrirtæki tekur við framleiðslu sjávarleðurs

Sjávarleður. Hráefni sem þróað er og framleitt á Sauðárkróki er …
Sjávarleður. Hráefni sem þróað er og framleitt á Sauðárkróki er notað í tískuvörur um allan heim.

Félag sem keypt hefur hluta eigna Atlantic Leather hefur starfsemi á Sauðárkróki í byrjun nýs árs. Nýja fyrirtækið mun einungis sinna sútun fiskroðs og framleiðslu sjávarleðurs en ekki sútun á gærum. Þá verður ferðaþjónusta Gestastofu sútarans flutt annað.

„Við leggjum áherslu á að vera með þessa starfsemi áfram á Sauðárkróki. Þar er þekkingin og reynslan. Þar var þessi vinnsla þróuð og við hæfi að hún sé þar áfram,“ segir Hlynur Ársælsson, stjórnarformaður nýja fyrirtækisins, sem mun bera sama nafn, Atlantic Leather.

Hallveig Guðnadóttir, eiginkona hans, verður framkvæmdastjóri. Þau eiga fyrirtækið ásamt erlendum fjárfesti. Hlynur hefur tuttugu ára starfsreynslu úr sölu- og markaðsmálum í sjávarútvegi. Hann vann lengi hjá Iceland Seafood, meðal annars sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins í Hamborg.

Reiknað er með að um sex starfsmenn verði við framleiðsluna á Sauðárkróki, en fjórtán unnu hjá fyrirtækinu þegar það fór í þrot í októbermánuði. Nýja fyrirtækið mun ekki sinna sútun á gærum, sem verið hefur meginhluti starfsemi Atlantic Leather og Loðskinns í áratugi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert