110 manns leita að Andris

Frá upphafi leitar í morgun.
Frá upphafi leitar í morgun. Ljósmynd/Landsbjörg

Leit að Andris Kal­vans hófst að nýju um klukkan níu í morgun en hlé var gerð á leitinni seinnipartinn í gær. Um 110 manns leita að honum í dag ásamt fjölda leitarhunda. Ekkert nýtt hefur komið upp í leitinni sem gefur vísbendingu um það hvar Andris er að finna. 

Búið er að stækka svæðið sem leitað er á en hans er leitað í Hey­dal á Snæ­fellsnesi. Talið er að Andris hafi ekið heiman frá sér 28. desember og ætlað sér í fjallgöngu. Síðan hefur ekki spurst til hans.  

Slæm skilyrði fram undan

Leitað verður til myrkurs, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 

„Svo heldur lögreglan væntanlega áfram að rannsaka þetta. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um framhaldið. Veðurspáin fyrir helgina er ekki góð þegar kemur að því að skipuleggja leit svo það er ekki enn vitað hvað verður gert um helgina.“

Frá upphafi leitar í morgun.
Frá upphafi leitar í morgun. Ljósmynd/Landsbjörg

Veðurskilyrði til leitar eru skárri í dag en þau verða um helgina. Björgunarsveitir sem leita Andris eru frá öllu Suðvesturlandi og Vesturlandi. Leitin í dag er sú stærsta sem gerð hefur verið að Andris frá því að hans var fyrst leitað fyrir áramót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert