Appelsínugul viðvörun víða um landið

Appelsínugul viðvörun er í gildi víða um land fyrir morgundaginn. …
Appelsínugul viðvörun er í gildi víða um land fyrir morgundaginn. Annars staðar er gul viðvörun í gildi. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á morgun er nú í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og miðhálendi. Þá er gul viðvörun í gildi vegna veðurs á morgun á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 

Samkvæmt veðurfræðingi Veðurstofu Íslands verður á morgun suðaustanstormur eða -rok með snjókomu, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Búast má við hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll. 

Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast vel með veðurspám. Búast má við samgöngutruflunum og er fólki ráðlagt að fresta ferðalögum fram yfir gildistíma viðvarana Veðurstofu. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert