Bóksala líklega dreifst á fleiri titla

Jólaös var í bókabúðum í desember.
Jólaös var í bókabúðum í desember. mbl.is/Golli

Bókaútgefendur hafa væntingar um að bóksalan í nóvember og desember hafi verið svipuð og á sama tíma 2018. Engar tölur liggja þó fyrir að sögn Heiðars Inga Svanssonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefenda.

Verslanir gera upp við forlögin í lok þessa mánaðar og skýrist þá hvernig salan var en tölur Hagstofunnar um bóksöluna í fyrra koma ekki fyrr en í sumar.

Heiðar Ingi segir að tilfinning bókaútgefenda sé að salan á prentuðum bókum hafi dreifst á fleiri titla en áður, en það gæti þýtt að veltan yrði minni. Almennt séu útgefendur ánægðir með jákvætt andrúmsloft í þjóðfélaginu gagnvart bókum. Jólabækurnar hafi fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum og góð aðsókn verið að upplestrum rithöfunda. Auking hafi orðið á netsölu og hljóðbókasölu en tölur um það eru enn ekki fyrir hendi.

Bókartitlum fjölgaði í fyrra frá 2018 og hafa aldrei fleiri skáldverk verið gefin út og sama er að segja um fjölda nýrra höfunda. Gífurleg fjölgun nýrra bóka fyrir börn og unglinga vakti einnig athygli en alls voru 107 ný skáldverk gefin út fyrir þennan aldurshóp en voru 73 árið á undan. Er það nærri helmingsaukning.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert