Rannveig meðal umsækjenda

Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri peningastefnu.
Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri peningastefnu. Ljósmynd/Aðsend

Rannveig S. Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, er meðal umsækjenda um starf ríkissáttasemjara. Félagsmálaráðuneytið birti í dag lista yfir umsækjendurna sem eru sex talsins. 

Rannveig er hagfræðingur að mennt en hún lauk meistaraprófi í hagfræði frá Gautaborgarháskóla og stundaði þar doktorsnám. Hún starfaði sem hagfræðingur BSRB í um áratug og gegndi stöðu aðalhagfræðings Alþýðusambands Íslands á árunum 1999-2002.

Rannveig hefur gegnt embætti varaseðlabankastjóra í eitt og hálft ár, eða frá því í júní 2018. Við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um áramót var varaseðlabankastjórum fjölgað úr einum í þrjá og tók Rannveig þá við stöðu varaseðlabankastjóra peningastefnu.

Ekki náðist í Rannveigu við gerð fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert