Siglir senn fyrir rafmagni

Framleiðendur hleðslubúnaðar Herjólfs koma honum í gang í vikunni
Framleiðendur hleðslubúnaðar Herjólfs koma honum í gang í vikunni mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur skiptir úr dísilolíu í rafmagn sem hlaðið er úr landi upp úr miðjum mánuði, ef ekkert nýtt kemur upp á.

Dísilvélin verður áfram notuð með en talið er að þegar hægt verður að sigla fyrir rafmagni úr landi muni 35-40% olíukostnaðar sparast, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Öll orka Herjólfs er úr dísilvélinni og hefur svo verið þá tæpu sjö mánuði sem liðnir eru frá því skipið kom til landsins. Hleðslubúnaðurinn var settur upp í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn í haust en búnaðurinn í Eyjum virkaði ekki. Framleiðendur segjast nú vera búnir að leysa vandamálið og verður búnaðurinn stilltur í vikunni. Í næstu viku koma fulltrúar rafbúnaðarins til að stýra hleðslu inn á rafgeyma skipsins. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir að rekstrarfélagið sé með samning við Vegagerðina um rekstur á ferjunni. Telur hann að gildandi samningar taki til dráttar sem orðið hafi á afhendingu skips og búnaðar og verði fyrirtækinu bættur aukakostnaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert