Raforkufyrirtæki sett í viðbragðsstöðu

Lognið á undan storminum. Þokkalegt veður var í miðborginni í …
Lognið á undan storminum. Þokkalegt veður var í miðborginni í gær en búast má við að það valdi usla víða í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lægðin sem gengur inn á landið í dag veldur hvassviðri og raunar leiðindaveðri um allt sunnanvert landið og miðhálendið í dag og heldur áfram að valda usla víða um land fram á fimmtudag. Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir þetta svæði og hluta Vestfjarða og gildir hún í dag og víða einnig fram á morgundaginn.

Í veðurviðvörun Veðurstofunnar er gert ráð fyrir vestan hvassviðri eða stormi og síðar slyddu og snjókomu. Skyggni getur orðið lítið, einkum á fjallvegum og ekki útlit fyrir ferðaveður.

Á veðurvefnum Bliku kemur fram að búast má við því að miðja lægðarinnar verði nokkurn veginn yfir Reykjavík um hádegið. Þrátt fyrir það er ekki búist við sérstaklega slæmu veðri suðvestanlands.

Veðurstofa Íslands hefur ekki gefið út veðurviðvörun fyrir miðvikudag og fimmtudag en afstaða verður tekin til þess á stofnuninni í dag. Veðurfræðingar spá umhleypingasömu veðri næstu daga.

Raforkufyrirtæki eru með viðbúnað vegna hvassviðrisins og sérstaklega vegna hættu á seltu, ísingu og eldingum. Víða eru opin tengivirki og línur sem ísingin getur sest á og valdið útslætti og skemmdum. Búist er við að hvassviðrið hafi fyrst áhrif á Reykjanesi en færist síðan yfir Vestur- og Suðurland.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert