Menn reyna að halda sér í og skorða sig af á skipinu

Goðafoss á siglingu.
Goðafoss á siglingu. mbl.is/Árni Sæberg

„Við brunnum inni á tíma. Við hefðum sloppið ef við hefðum verið aðeins fyrr í því, það munaði tveimur til þremur tímum,“ sagði Karl Guðmundsson, skipstjóri á Goðafossi, skipi Eimskips, í gærkvöldi.

Goðafoss er að koma frá Evrópu með viðkomu í Færeyjum og var ákveðið að fara norður fyrir land vegna veðurútlits, í stað hefðbundnu leiðarinnar með suðurströndinni. „Betri er krókur en kelda,“ sagði Karl í gærmorgun.

„Við keyrðum inn í þetta um sexleytið, fljótlega eftir að við komum suður fyrir Snæfellsnesið. Sjólagið var orðið svo erfitt að ekki var hægt að halda áfram,“ sagði Karl. Ekki var annað að gera en að sigla upp í vind og sjó og bíða veðrið af sér. Það var gert um 15 mílur suður af Malarrifi. Ekki var útlit fyrir að hægt yrði að halda til hafnar í Reykjavík, þann stutta spöl sem eftir er, fyrr en í dag þegar draga á úr vindi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert