Prjónuðu poka fyrir áströlsk pokadýr

Pétur Oddbergur Heimisson og Erin Jade Turner skipuleggjendur á Kex …
Pétur Oddbergur Heimisson og Erin Jade Turner skipuleggjendur á Kex hosteli í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pétur Oddbergur Heimisson og Erin Jade Turner stóðu fyrir uppákomu á Kex hosteli í kvöld þar sem brugðist var við ákalli ástralskra dýraverndunarsamtaka með því að prjóna poka fyrir pokadýr í Ástralíu sem hafa farið illa út úr gróðureldunum.

Sérstaklega er átt við þau dýr sem eru móðurlaus.

Prjónarnir voru því teknir upp í kvöld og prjónað af krafti fyrir pokadýrin, sem þurfa að jafna sig eftir átökin við gróðureldana.

Eins og sjá má var prjónað af krafti fyrir pokadýrin.
Eins og sjá má var prjónað af krafti fyrir pokadýrin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um hálf­ur millj­arður dýra hef­ur týnt líf­inu í skógar­eld­um sem nú geisa í Ástr­al­íu. Stór hluti þess­ara dýra eru poka­dýr og eru mörg dæmi um að poka­dýr hafi drepist frá ung­um af­kvæm­um sín­um.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is