Ákærður fyrir árás með hníf á Þjóðhátíð

Árásin átti sér stað á Þjóðhátíð fyrir tveimur árum.
Árásin átti sér stað á Þjóðhátíð fyrir tveimur árum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með hníf á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 2018. Í ákæru kemur fram að hann hafi stungið annan mann með hnífnum í kvið þannig að sá sem fyrir árásinni varð hlaut 5-6 cm langan skurð.

Fórnarlambið fer fram á tvær milljónir í skaða- og miskabætur vegna málsins.

Í frétt mbl.is frá árinu 2018 kemur fram að mennirnir hafi verið á svipuðum aldri og að gerandinn hafi játað sök við yfirheyrslu hjá lögreglu. Var fórnarlambið flutt daginn eftir til Reykjavíkur vegna innvortis blæðinga eftir árásina.

mbl.is