Dómsmáli landeigenda gegn Vesturverki vísað frá

Landeigendur höfðuðu mál gegn Vesturverki og Árneshreppi í lok sumars …
Landeigendur höfðuðu mál gegn Vesturverki og Árneshreppi í lok sumars og kröfðust þess að framkvæmdaleyfi Vesturverks, fyrir framkvæmdum á Ófeigsfjarðarheiði vegna Hvalárvirkjunar, yrði fellt úr gildi sem og deiliskipulag vegna framkvæmdanna. mbl.is/Golli

Héraðsdómur Vestfjarða telur ósannað að eigendur Drangavíkur á Ströndum eigi það land á Ófeigsfjarðarheiði sem Vesturverk ehf. hóf framkvæmdir á vegna Hvalárvirkjunar í sumar og hefur dómurinn vísað frá dómsmáli hluta landeigenda Drangavíkur á hendur Vesturverki og Árneshreppi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vesturverki. Þar segir jafnframt að dómurinn telji ekki hafa verið sýnt fram á að röskun yrði á hagsmunum eigenda Drangavíkur, sem réttlætt gæti aðild þeirra að málinu.

Landeigendur höfðuðu mál gegn Vesturverki og Árneshreppi í lok sumars og kröfðust þess að framkvæmdaleyfi Vesturverks, fyrir framkvæmdum á Ófeigsfjarðarheiði vegna Hvalárvirkjunar, yrði fellt úr gildi sem og deiliskipulag vegna framkvæmdanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert