Litið var til dómafordæma

Úrskurðarnefnd jafnréttismála úrskurðaði að brotið hefði verið á Ólíniu Þorvarðardóttir …
Úrskurðarnefnd jafnréttismála úrskurðaði að brotið hefði verið á Ólíniu Þorvarðardóttir við ráðningu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríkislögmaður telur ekki að embætti hans hafi sett nýtt fordæmi eða viðmið til framtíðar með samningi um greiðslu bóta til Ólínu Þorvarðardóttur vegna brots Þingvallanefndar gegn henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar. Við slíka samningsgerð sé stuðst við dómafordæmi en hvert tilvik einnig metið út frá aðstæðum.

Ríkislögmaður fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði, samkvæmt lögum um embættið. Í tilviki samninga við Ólínu Þorvarðardóttur vísaði Þingvallanefnd bótakröfum hennar til ríkislögmanns. Kærunefnd jafnréttismála hafði úrskurðað að Þingvallanefnd hefði brotið gegn jafnréttislögum með því að ráða Ólínu ekki í starf þjóðgarðsvarðar. Eins og fram hefur komið samdist um að ríkið greiddi Ólínu 20 milljónir í bætur vegna fjártjóns hennar. Er þar tekið mið af launum þjóðgarðsvarðar í átján mánuði en launin eru samkvæmt því rúmar 1.100 þúsund á mánuði.

Fordæmi um átján mánaða laun

Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður segir almennt um slíka samninga: „Við miðum við dómafordæmi sem þekkt eru í málum af þessu tagi, einkum varðandi óréttmæt starfslok. Einnig dóma Hæstaréttar vegna fjártjóns sem fólk hefur orðið fyrir vegna brots á jafnréttislögum. Út frá þessu reynum við að meta hvert tilvik,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »