Skylda að taka mið af ytri aðstæðum

Mikill fjöldi björgunarsveitarfólks tók þátt í björgunaraðgerðum við erfiðar aðstæður …
Mikill fjöldi björgunarsveitarfólks tók þátt í björgunaraðgerðum við erfiðar aðstæður í fyrrakvöld og fyrrinótt þar sem 39 ferðamönnum var bjargað við rætur Langjökuls. Ljósmynd/Landsbjörg

„Maður verður fyrir miklum vonbrigðum þegar maður les um svona atvik og auðvitað þakkar maður fyrir það að allir komust af heilir á húfi. Það var alls ekki gefið,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra, spurð um viðbrögð við því að bjarga þurfti 39 manna hópi ferðamanna úr hrakningum við rætur Langjökuls í fyrrakvöld.

Segist hún ekki sjá hvernig ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland gat með réttu tekið ákvörðun um að fara í ferð með fólkið þegar óvissustigi hafði verið lýst yfir vegna veðurs á Suðvesturlandi. Segir hún reglur Ferðamálastofu um ferðaþjónustufyrirtæki vera skýrar og bendir á að þar sé bæði gerð krafa um það að fyrirtæki séu með öryggisáætlanir og taki mið af ytri aðstæðum. „Það er skylda að taka mið af ytri aðstæðum og það var auðvitað búið að gefa út viðvörun um veðrið,“ segir hún í umfjöllun um óveðrið og afleiðingar þess í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert