Minni þátttaka í skimun á Íslandi

Úr leitarstöð Krabbameinsfélagsins.
Úr leitarstöð Krabbameinsfélagsins. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Tölur Hagstofu Evrópu (Eurostat) frá 2018 og síðustu þremur árum þar á undan sýna að skimun fyrir brjóstakrabbameini meðal evrópskra kvenna á aldrinum 50 til 69 ára var hvergi algengari en í Finnlandi, en þar gengust rúmlega 83% allra kvenna á þessum aldri að meðaltali undir slíka skoðun 2017.

Hlutfallið var 82% í Danmörku á sama tíma. Hér á landi var hlutfallið 2018 og næstu þrjú ár þar á undan langtum lægra í sama aldurshópi eða 57%. Nokkur minnkun varð á aðsókn að brjóstaskimun hér á landi frá aldamótunum síðustu þegar hún var 62%.

Krabbameinsfélag Íslands hefur um langt árabil annast skimun fyrir brjóstakrabbameini hér á landi samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar. Í nóvember í fyrra tilkynnti heilbrigðisráðherra að þegar samningurinn rynni út í árslok 2020 myndi skimunin færast til Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Er hugmyndin að skimanir verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert